Útlit fyrir ágætishelgarveður

Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.

Það verður norðaustanátt, 5-13 m/s, á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Bjart verður með köflum á vesturhelmingi landsins og stöku síðdegisskúrir, en skýjað og rigning eða súld norðan- og austanlands.

Heldur hægari vindur verður á morgun og lítur helgarveðrið vel út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig, en líkur á ágætissíðdegisskúrum á laugardaginn. Fyrir austan er útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma og hiti á bilinu 7 til 13 stig.

Áfram súld eða dálítil rigning fyrir austan, en skúrir í öðrum landshlutum, einkum síðdegis, en að mestu þurrt norðvestanlands. Hiti 12 til 20 stig, en 8-13 stig norðan og austan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert