Vilja nýta vikurinn

Nóg er af Mýrdalssandi.
Nóg er af Mýrdalssandi. Jónas Erlendsson

Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“.

Hann segir innlenda fjárfesta sýna jörðinni Hjörleifshöfða áhuga, meðal annars fyrir ferðaþjónustu.

Fjölmargar jarðir eru nú til sölu sem eru nærri náttúruperlum. Erlendir aðilar sýna jörðinni Neðri-Dal áhuga en hún er nærri Geysi. Þá er til sölu jörðin Heiði í V-Skaftafellssýslu en þar er Fjaðrárgljúfur, einn helsti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.

Fasteignasalar segja erlenda fjárfesta m.a. horfa til möguleika á orkuvinnslu á jörðum á Íslandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert