625 nemendur í skóla fyrir 450

Börn í Norðlingaskóla við setningu hans fyrir nokkrum árum.
Börn í Norðlingaskóla við setningu hans fyrir nokkrum árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Marta að bréf skólastjórnenda Norðlingaskóla frá 18. júlí, þar sem þeir óskuðu eftir fundi með borgaryfirvöldum til að fara yfir stöðu húsnæðismála skólans, hefði eitt og sér verið næg ástæða til þess að skóla- og frístundaráð kæmi saman til aukafundar. Skólastjórnendur sendu bréfið eftir að borgarráð samþykkti að fresta byggingu gangs sem nauðsynlegur er til þess að hægt sé að nýta viðbótarhúsnæði sem skólinn hefur á leigu við Norðlingabraut 4.

Áhyggjur af fimm skólum

„Norðlingaskóli er byggður fyrir 450 börn en í haust er gert ráð fyrir 625 nemendum. Þegar við bætast áhyggjur vegna húsnæðis Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Hagaskóla og næsti fundur skóla- og frístundaráðs er ekki boðaður fyrr en 13. ágúst er full ástæða til þess að óska eftir aukafundi,“ segir Marta

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert