Dansar þegar nýja nýrað kemur

María Dungal fær loksins nýtt nýra í haust. Þá ætlar ...
María Dungal fær loksins nýtt nýra í haust. Þá ætlar hún að dansa. mbl.is/Hari

„Ég ætla að mæta í ræktina á hverum einasta degi. Ég er að hugsa um að fara á einhvers konar námskeið eða læra einhvers konar dansa. Ég ætla að fara út að borða.“ Þetta segir María Dungal framkvæmdastjóri í samtali við mbl.is sem í gær fékk símtalið sem hún hefur beðið eftir um árabil, að nýrnagjafi sé fundin og að tími í aðgerð sé bókaður 3. september næstkomandi. „Það er bara ekkert hægt að lýsa þessu. Í fyrsta sinn í fjögur ár sofnaði ég glöð en ekki áhyggjufull.“

María kunngjörði fregnirnar meðal vina á fésbókarsíðu sinni í gær og sagði frá því að hún hefði verið stödd á kaffihúsi ásamt Karl Pétri Jónssyni, sem sjálfur er nýrnaþegi, og náði myndum af gleðinni sem kom yfir Maríu þegar hún fékk símtalið góða. 

Var að hugsa um örorkubætur

María hefur um árabil hrjáðst af nýrnabilun, og sagði frá raunum sínum tengdum þessum sjúkdómi í ítarlegu viðtali við Sunnudagsmoggann síðasta haust. Sagði hún þá m.a. frá því að ellefu manns hefðu boðið henni nýra. Kröfurnar væru strangar um gott heilsufar gjafa. Aðeins fjórir gjafanna hefðu verið hæfir en voru á endanum útilokaðir þar sem María var með mótefni í blóði og gat því ekki tekið við nýra frá þeim.

Sagði hún einnig frá því að vegna veikindanna hefði hún dregið úr vinnu og hvernig áhrif sjúkdómurinn hefði á daglegt líf hennar, m.a. hversu orkulítil hún væri. „Það er skrítin tilfinning að vakna á morgnana, fara í sturtu, klæða sig og fara svo dauðuppgefin út í bíl að keyra í vinnuna og svíða í lærin þegar maður gengur upp fáar tröppur að vinnustaðnum,“ sagði hún þá. 

Spurð hvað hafi gerst frá því að hún ræddi við Sunnudagsmoggann í haust segir María að þá hafi hún verið að byrja í kviðskilun, en að það hafi gengið „svona upp og niður“. „Ég lenti í alls konar vandamálum með það og var orðin mjög veik á tímabili, og var að hugsa um að hætta að vinna og fara á örorkubætur. Þannig var staðan orðin á mér í apríl“.  Segir hún að þá hafi eitthvað óvænt gerst, ekki sé vitað nákvæmlega hvað, og frá því hafi líkaminn ekki þurft á skiluninni að halda. „Þetta er mjög sjaldgæft. Allt í einu gat ég hætt í skilun, fyrir um þremur mánuðum, og er hægt og rólega búin að vera að ná upp betri orku. En ég sá bara fram á margra ára bið.“ 

María Dungal ásamt börnum sínum, Gabríelu og Ísak.
María Dungal ásamt börnum sínum, Gabríelu og Ísak. mbl.is/Hari

„Öll fjölskyldan búin að bjóða mér nýra“

Spurð um mögulega nýrnagjafa segir María að sextán manns hafi boðið sig fram en hafi verið hafnað. „Annað hvort vegna einhvers í heilsufari þeirra eða vegna þess að ég er með mótefni í blóði sem myndi vinna gegn nýranu í viðkomandi aðila,“ útskýrir hún. Spurð um þann sem mun í september gefa Maríu annað nýrað sitt, Sigurð Arnar Sigurþórsson, segir María: „Ég vissi bara að einhver væri í rannsókn, hann var búinn að vera allavega í tvo mánuði rannsóknum, en ég vissi ekki hver þetta var. Hann gerði þetta undir nafnleynd til að byrja með.“ Segist María þekkja foreldra Sigurðar, föður hans og stjúpmóður, sem bæði hafi boðið henni nýra eftir að hafa þekkt hana í þrjá mánuði. „Ég átti ekki til orð, vegna þess hve ég þekkti þau lítið.“ Það hafi hins vegar ekki gengið upp en Sigurður ofannefndur hafi einnig boðið nýra og það hafi nú gengið upp, eins og áður segir. „Mér finnst þetta alveg magnað. Öll fjölskyldan búin að bjóða mér nýra.“

Eins og eðlilegt er lifnar yfir Maríu þegar blaðamaður spyr hana hvað hún ætlar að gera þegar nýja nýrað er komið í og hún hefur náð fyrri kröftum. „Ég er með lista í hausnum yfir allt sem ég ætla að gera. Þegar sonur minn spurði hvað væri efst á listanum sagði ég strax: „Ég ætla að mæta í ræktina,“ sem er ekki mér líkt. En ég hef varla getað hreyft mig í fjögur ár. Ég hef varla getað farið í göngutúra. Ég er búin að fara tvisvar í bíó á seinustu tveimur árum. Ég ætla að fara í heimsóknir og bjóða fólki heim. Ég ætla ekki að fara í fallhlífastökk,“ segir hún og hlær.

Aðgerðina fer María í 3.september næstkomandi, eins og áður segir, og mun að Maríu sögn um þrjá til fjóra tíma. Segir María að þá taki við nokkrir dagar á spítala, en margir finni fyrir bættri líðan strax daginn eftir aðgerð. „Þá hættir maður að vera grár í framan og alltaf ískalt,“ segir hún full tilhlökkunar. 

mbl.is

Innlent »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðangar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...