Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

Skémmtiferðarskipið Queen Mary 2 í Reykjavík í gær.
Skémmtiferðarskipið Queen Mary 2 í Reykjavík í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir.

Það var eftirvænting í loftinu þegar Drottningin lagðist að og margir að fylgjast með. Queen Mary 2 er lengsta skip sem hingað hefur komið, heilir 345 metrar. Enda þurfti það að bakka inn að Skarfabakka því Viðeyjarsundið er ekki nógu breitt til að hægt sé að snúa skipinu þar.

Drottningin var smíðuð í Frakklandi árið 2003 og er flaggskip Cunard-skipafélagsins. Vistarverur allar eru stórglæsilegar, að því er fram kemur í umfjöllun um skipið og búnað þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »