Fimm lentu í umferðaróhappi

Virðist bílstjóri hafa einfaldlega misst stjórn á bílnum, að sögn …
Virðist bílstjóri hafa einfaldlega misst stjórn á bílnum, að sögn lögreglu. Ljósmynd/Aðsend

Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg.

Hjá lögreglunni á Suðurnesjum fengust þær upplýsingar að ökumaður hefði misst stjórn á bílnum. Fimm voru í bílnum þegar óhappið átti sér stað og komust þeir allir óslasaðir frá óhappinu, en voru allir sendir á sjúkrahús til skoðunar. 

mbl.is