Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Ljósmynd/Colourbox

Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. EES-borgarar njóta samt sem áður þess sama réttar hér á landi á grundvelli EES-samningsins og þá eru einnig hliðstæðar kröfur gerðar um þá sem koma að eignarhaldi fasteigna í gegnum félög, ýmist alla hluthafana eða meirihluta þeirra. Borgarar utan EES þurfa hins vegar heimild dómsmálaráðherra til þess að kaupa fasteignir hér á landi.

Búsetuskilyrði í 10 ár

Í samtali við Morgunblaðið í vikunni vonaðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eftir því að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi yrði tilbúið í haust. Sagði hann þróunina á viðkomandi lagabálkum á síðustu árum vera óviðunandi og að þær breytingar sem gerðar hafi verið hafi tekið „niður allar eðlilegar girðingar hvað þetta varðar“. Sagðist hann vilja færa lagaumhverfið í átt að því sem tíðkast í Danmörku og Noregi.

Starfshópur um eignarhald á bújörðum sem skipaður var 16. júní árið 2017 hafði það að markmiði „í almannaþágu“ að takmarkanir sem fyrirhugað er að lögfesta í ábúðarlög og jarðalög skyldu stefna að því að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Álit starfshópsins fól í sér að slíkar takmarkanir skyldu einskorðarðar við land í landbúnaðarnotum, „þ.e. land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði eða er nýtanlegt eða nýtt til landbúnaðar“. Til þess að ná fram markmiði sínu var litið til þess hvernig skilyrðum um eignarhald á fasteignum í dönskum og norskum rétti er farið en almennt setja þessi tvö ríki strangari skilyrði um eignarhald á fasteignum og bújörðum en Ísland.

Í Danmörku setja lagafyrirmæli eignarhaldi á fasteignum skorður þar sem stuðst er við búsetuskilyrði. Meginregla laganna byggist á því að til þess að eignast fasteign í Danmörku þurfi einstaklingur að hafa fasta búsetu í landinu eða að hafa áður haft búsetu þar í landi í fimm ár. Aðrir, þ.m.t. lögaðilar, þurfa að sækja um leyfi dómsmálaráðherra til að öðlast eignaréttindi yfir fasteign. Sérstakar takmarkanir eru svo á eignarrétti yfir fasteignum í landbúnaðarnotum samkvæmt lögum frá 2017 (lov om landbrugsejendomme). Lögin mæla fyrir um búsetuskilyrði sem áskilja fasta búsetu á fasteign í 10 ár. Einnig er þó heimilt að uppfylla þessa skyldu með því að byggja fasteignina ábúanda.

Leyfisskylda í Noregi

Í Noregi gildir sú meginregla um eignarhald á fasteignum (konsesjonsloven) að ekki er unnt að öðlast eignarréttindi yfir fasteignum nema með leyfi hins opinbera. Umsóknir um slík leyfi eru afgreiddar af viðkomandi sveitarfélagi þar sem hlutaðeigandi fasteign er staðsett.

Lögin í Noregi mæla fyrir um tilgreind búsetuskilyrði. Þar í landi þarf fasteignareigandi að flytjast þangað innan eins árs og búa í að minnsta kosti fimm ár sé landið yfir tilgreindri stærð (yfir 3,5 hektarar lands og yfir 50 hektarar skóglendis). Í lögunum eru einnig skilgreind hlutlæg atriði sem þarf að uppfylla til þess að leyfi sé veitt til þess að öðlast eignarrétt yfir landi sem nýtt er til landbúnaðar. Þau skilyrði eru m.a. hvort markmið kaupandans fari saman við búsetu á svæðinu, hvort kaupin muni stuðla að hagkvæmum rekstri, hvort kaupandinn sé talinn hæfur til að yrkja landið og hvernig kaupin horfi við meðferð og nýtingu auðlinda, landsháttum og menningu á svæðinu.

Þessu til viðbótar er heimilt að líta til verðstýringar við mat þetta þegar um er að ræða landsvæði yfir 3,5 hekturum, en sérstök áhersla skal vera lögð á það að kaupverð sé forsvaranlegt miðað við verðlagsþróun. Aukinheldur heimila lögin að leyfisveiting sé skilyrt eftir aðstæðum í einstökum tilvikum þannig að við sérhverja leyfisveitingu fari fram mat á því hvort leggja skuli búsetuskilyrði á hlutaðeigandi landeiganda.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...