Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Ljósmynd/Colourbox

Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. EES-borgarar njóta samt sem áður þess sama réttar hér á landi á grundvelli EES-samningsins og þá eru einnig hliðstæðar kröfur gerðar um þá sem koma að eignarhaldi fasteigna í gegnum félög, ýmist alla hluthafana eða meirihluta þeirra. Borgarar utan EES þurfa hins vegar heimild dómsmálaráðherra til þess að kaupa fasteignir hér á landi.

Búsetuskilyrði í 10 ár

Í samtali við Morgunblaðið í vikunni vonaðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eftir því að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi yrði tilbúið í haust. Sagði hann þróunina á viðkomandi lagabálkum á síðustu árum vera óviðunandi og að þær breytingar sem gerðar hafi verið hafi tekið „niður allar eðlilegar girðingar hvað þetta varðar“. Sagðist hann vilja færa lagaumhverfið í átt að því sem tíðkast í Danmörku og Noregi.

Starfshópur um eignarhald á bújörðum sem skipaður var 16. júní árið 2017 hafði það að markmiði „í almannaþágu“ að takmarkanir sem fyrirhugað er að lögfesta í ábúðarlög og jarðalög skyldu stefna að því að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Álit starfshópsins fól í sér að slíkar takmarkanir skyldu einskorðarðar við land í landbúnaðarnotum, „þ.e. land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði eða er nýtanlegt eða nýtt til landbúnaðar“. Til þess að ná fram markmiði sínu var litið til þess hvernig skilyrðum um eignarhald á fasteignum í dönskum og norskum rétti er farið en almennt setja þessi tvö ríki strangari skilyrði um eignarhald á fasteignum og bújörðum en Ísland.

Í Danmörku setja lagafyrirmæli eignarhaldi á fasteignum skorður þar sem stuðst er við búsetuskilyrði. Meginregla laganna byggist á því að til þess að eignast fasteign í Danmörku þurfi einstaklingur að hafa fasta búsetu í landinu eða að hafa áður haft búsetu þar í landi í fimm ár. Aðrir, þ.m.t. lögaðilar, þurfa að sækja um leyfi dómsmálaráðherra til að öðlast eignaréttindi yfir fasteign. Sérstakar takmarkanir eru svo á eignarrétti yfir fasteignum í landbúnaðarnotum samkvæmt lögum frá 2017 (lov om landbrugsejendomme). Lögin mæla fyrir um búsetuskilyrði sem áskilja fasta búsetu á fasteign í 10 ár. Einnig er þó heimilt að uppfylla þessa skyldu með því að byggja fasteignina ábúanda.

Leyfisskylda í Noregi

Í Noregi gildir sú meginregla um eignarhald á fasteignum (konsesjonsloven) að ekki er unnt að öðlast eignarréttindi yfir fasteignum nema með leyfi hins opinbera. Umsóknir um slík leyfi eru afgreiddar af viðkomandi sveitarfélagi þar sem hlutaðeigandi fasteign er staðsett.

Lögin í Noregi mæla fyrir um tilgreind búsetuskilyrði. Þar í landi þarf fasteignareigandi að flytjast þangað innan eins árs og búa í að minnsta kosti fimm ár sé landið yfir tilgreindri stærð (yfir 3,5 hektarar lands og yfir 50 hektarar skóglendis). Í lögunum eru einnig skilgreind hlutlæg atriði sem þarf að uppfylla til þess að leyfi sé veitt til þess að öðlast eignarrétt yfir landi sem nýtt er til landbúnaðar. Þau skilyrði eru m.a. hvort markmið kaupandans fari saman við búsetu á svæðinu, hvort kaupin muni stuðla að hagkvæmum rekstri, hvort kaupandinn sé talinn hæfur til að yrkja landið og hvernig kaupin horfi við meðferð og nýtingu auðlinda, landsháttum og menningu á svæðinu.

Þessu til viðbótar er heimilt að líta til verðstýringar við mat þetta þegar um er að ræða landsvæði yfir 3,5 hekturum, en sérstök áhersla skal vera lögð á það að kaupverð sé forsvaranlegt miðað við verðlagsþróun. Aukinheldur heimila lögin að leyfisveiting sé skilyrt eftir aðstæðum í einstökum tilvikum þannig að við sérhverja leyfisveitingu fari fram mat á því hvort leggja skuli búsetuskilyrði á hlutaðeigandi landeiganda.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

1.000 bombur á 7 mínútum

20:15 Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn. Meira »

12 milljörðum ríkari

19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi fimmtudaginn 22. ágúst þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...