Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

Orrustuþota lendir eftir loftrýmisgæslu yfir Íslandi.
Orrustuþota lendir eftir loftrýmisgæslu yfir Íslandi.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.

Allt að 110 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fimm F-16-orrustuþotur. Verkefninu mun ljúka fyrir lok ágúst.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 29. til 31. júlí, segir í frétt á vef Landhelgisgæslunnar.

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Landhelgisgæsla Íslands, í samvinnu við Isavia, sér um framkvæmd verkefnisins . sisi@mbl.s

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert