Orkupakkamálið líklegasta skýringin á fylgisflöktinu

Þriðji orkupakkinn er umdeilt mál.
Þriðji orkupakkinn er umdeilt mál. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa.

Miðflokkurinn bætir við sig fylgi, líklega að einhverju leyti á kostnað sjálfstæðismanna, segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt könnun MMR er fylgi Miðflokksins nú 14,4%. Er það bæting um 3,8 prósentustig frá fyrri mánuði.

Miðflokksmenn þakklátir

„Auðvitað tekur maður eftir því þegar fylgi flokkanna er orðið svona dreift og stærsti flokkurinn er bara með 19%. Síðan vekur athygli að Miðflokkurinn er að bæta við töluvert við sig. Það er ekkert ólíklegt, þó að við getum ekki fullyrt það, að það hafi verið einhver fylgisstraumur frá Sjálfstæðisflokki yfir á Miðflokkinn,“ segir Ólafur. Bendir hann þó á að yfir kjörtímabilið hafi allir stjórnarflokkar misst fylgi „eins og reyndar allir stjórnarflokkar hafa gert frá hruni“. Spurður hvort ástæðan fyrir þessu fylgisflökti sé umræðan um þriðja orkupakka Evrópusambandsins svarar hann: „Það er mjög líklegt að orkupakkamálið sé meginskýringin. Það hefur auðvitað verið töluverð andstaða við orkupakkann hjá ýmsum í grasrót Sjálfstæðisflokksins og meðal eldri sjálfstæðismanna svo það er mjög líklegt að það skipti máli. [Miðflokkurinn] var eini flokkurinn sem hélt uppi einhverri raunverulegri andstöðu við orkupakkann.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »