Sækja göngumann á Morinsheiði

Maðurinn er staddur ofarlega á heiðinni, við hinn svokallaða Heljarkamb, …
Maðurinn er staddur ofarlega á heiðinni, við hinn svokallaða Heljarkamb, og hjá honum er samferðafólk, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. mbl.is/Ómar

Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti.

Maðurinn er staddur ofarlega á heiðinni, við hinn svokallaða Heljarkamb, og hjá honum er samferðafólk, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Mögulega þarf að bera manninn niður gönguleiðina, eða upp á hálsinn til móts við sexhjól. Fram kemur í tilkynningu Landsbjargar að aðstæður til burðar á sjúklingum á þessum slóðum geti verið erfiðar, þar sem gönguleiðin niður í Þórsmörk liggur um kletta og bratta hryggi.

mbl.is