Skjálftahrina í Torfajökli

Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli kl. 14:15 í …
Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli kl. 14:15 í da. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli norðan Mýrdalsjökuls í dag kl. 14:15.

Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt og nokkrir minni skjálftar mælst. Allir hafa þeir verið minni en 2,1 að stærð.

mbl.is