Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Lilja Ágústa Guðmundsdóttir alsæl eftir að hún hafði hlaupið Laugaveginn ...
Lilja Ágústa Guðmundsdóttir alsæl eftir að hún hafði hlaupið Laugaveginn um síðustu helgi. Ljósmynd/Aðsend

„Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs.

Þetta var í fjórða sinn sem Lilja tekur þátt í Laugavegshlaupinu en hlaupaleiðin er 55 kílómetrar. Það segir sig því nokkuð sjálft, eins og Lilja sagði sjálf, að til að klára utanbæjar Laugaveginn gengur ekki að liggja í sófanum áður en lagt er af stað.

Hefur hlaupið „nokkur maraþon“

Lilja segir að auðvitað skipti líkamlegt atgervi miklu máli en aðalatriðið snúist um að vera rétt stemmd í kollinum; það megi ekki hugsa um að gefast upp. „Það er aðalatriðið. Auðvitað þarf maður að vera í góðu líkamlegu formi,“ segir Lilja sem hefur hlaupið „nokkur maraþon“ eins og hún orðar það og ætti því að vera í fínu formi. Auk nefnir hún að hlaup sé hópefli og hún hafi farið Laugaveginn með frábærri hlaupavinkonu sinni, Valgerði Ólafsdóttur.

Aðstæður í ár þóttu með besta móti, skýjað og sól öðru hvoru og hægur vindur.

Lilja kláraði á tímanum 08:29:43 en henni þótti hlaupið í ár auðveldara en hún bjóst við áður en lagt var af stað. Hún segir veðrið skipta miklu máli.

Þetta var í fjórða sinn sem Lilja tekur þátt í ...
Þetta var í fjórða sinn sem Lilja tekur þátt í Laugavegshlaupinu en hlaupaleiðin er 55 kílómetrar. Ljósmynd/Aðsend

Ég var búinn að kvíða svolítið fyrir því byrjunin er svolítið erfið eða það fannst mér alla vega í huganum. Það er svo mikil hækkun til að byrja með,“ segir Lilja og bætir við að aðstæður þegar hún hljóp síðast, árið 2014, hafi verið heldur slæmar.

„Þá var mikill snjór og slydda. Auk þess var töluverður vindur,“ segir Lilja en í ár var annað uppi á teningnum:

„Við fengum alveg frábært veður en að vísu var strekkingsvindur á móti frá Álftavatni og til enda. Veðrið var yndislegt að öðru leyti. Svo mikil náttúrufegurð og fjölbreytt landslag. Þetta er stórkostleg upplifun. Ég mæli með þessu!“ segir Lilja.

Unga fólkið hafði ekkert gaman af hlaupum

Hún byrjaði að hlaupa „af einhverri alvöru“ þegar hún var að verða fimmtug en hún er í hlaupahópi Fjölnis í Grafarvoginum. „Unga fólkið hafði ekki mjög gaman af því að hlaupa, frekar en að ganga á fjöll. Að vísu eru tímarnir breyttir núna,“ segir Lilja.

Blaðamaður veltir því upp hvort aukinn áhuga yngra fólks á hlaupum og fjallgöngu megi rekja til þess að oft náist myndvæn augnablik á slíkum stundum. Lilja hlær að þeim vangaveltum og segir að það hafi í það minnsta orðið mikil vakning meðal ungs fólks í hlaupum. „Það er hið besta mál.“

Leið mjög vel þegar hún kom í mark

Spurð hvort það hafi ekki verið sæmilegt að koma í mark eftir átta og hálfrar klukkustundar púl var svarið frekar augljóst:

„Þú getur rétt ímyndað þér! Það var rosaleg sælutilfinning. Það kom mér samt á óvart í þessu hlaupi að ég hélt alveg út og gat hlaupið síðasta spölinn. Í minningunni var ég svo þreytt undir lokin en mér leið mjög vel núna þegar ég kom í mark,“ segir Lilja.

Hún hefði samt ekki lagt upp í að hlaupa Laugaveginn til baka en ofurhlaupararnir Elísabet Margeirsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson hlupu Laugaveginn fram og til baka. „Ég hefði nú ekki getað gert það sem Þorbergur og Elísabet gerðu.“

Lilja er ekki af baki dottinn og ætlar að halda áfram að spretta úr spori á meðan hún hefur heilsu til. En ætlar hún þá að verða fyrsta konan í aldursflokknum 80 ára og eldri til að klára Laugaveginn?

„Ég hleyp á meðan ég get.“

mbl.is

Innlent »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...