Eineltismenning frá örófi alda

Marín hefur kannað samskiptamunstur í yfir 100 frásögnum, flestum frá ...
Marín hefur kannað samskiptamunstur í yfir 100 frásögnum, flestum frá 19. öld. Árni Sæberg

Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, sagnfræðinema við Háskóla Íslands, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð og það komi fram í sögum af „sérkennilegu“ fólki sem finna má í þjóðlegum fróðleik og sagnaþáttum.

Þessir einstaklingar skáru sig úr í íslensku samfélagi á sínum tíma, m.a. vegna andlegra eða líkamlegra skerðinga og óhefðbundinna lífshátta, og voru oftar en ekki jaðarsettir í sínu nærumhverfi.

Marín hlaut styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar til rannsóknarverkefnis sem fjallar um þessar sögur með tilliti til eineltis og ofbeldis sem birtist í þeim.

„Þegar ég fór að líta á allar þessar frásagnir í heild sinni fannst mér blasa við þarna ákveðinn heimur. Ég fór að taka eftir því hvað háðslýsingar á þessum einstaklingum voru áberandi í sumum sögunum og það sem vakti sérstaka athygli mína var ofbeldið sem beindist gegn jaðarsettu fólki,“ sagði Marín.

Sögur og lýsingar á sérkennilegu fólki, ævintýrum þess og óförum voru forðum sagðar til skemmtunar. Í þeim var oft gert grín að sérkennilegu fólki þar sem hlegið var að því, en ekki með því, að sögn Marínar.

„En þegar þessum létta og skoplega blæ er svipt af sumum sögunum finnst mér standa eftir skýr vitnisburður um hreint og beint einelti eða ofbeldi,“ sagði Marín.

Espuðu fólk upp

Heimildirnar sýna samskiptamunstur sem virðist hafa verið sterkur hluti íslenskrar alþýðumenningar á fyrri tíð. Í því fólst að einstaklingar, oftar en ekki svokallaðir gárungar bæjarins eða sveitarinnar, espuðu gjarnan jaðarsetta einstaklinga upp og ýttu af stað vissri atburðarás. Ofbeldið og eineltið er grunnskemmtanagildi sumra sagnanna að sögn Marínar:

„Ég hef safnað saman yfir hundrað frásögnum og mér finnst áberandi hvað andlegt ofbeldi kemur oft fyrir – það að espa fólk upp og erta.“ Ritin sem Marín hefur skoðað eru frá 19. og 20. öld og sögurnar ná sumar aftur til 18. aldar. Þegar líður á seinni hluta 20. aldar eru færri bækur með skemmtisögum af þessu tagi gefnar út að sögn Marínar.

Hún bendir á að sjónarmiðið sem kemur fram í rannsókninni, að þarna sé um einelti að ræða, sé tiltölulega ný sýn á hlutina.

Sagan af Jóni „kis kis“

Hún nefnir blaðamanni sögudæmi um „sérkennilegan“ einstakling sem var aðalefniviður skemmtisögu: Jón Gizursson, vinnumann hjá Bernhöft bakara, sem uppi var á 19. öld í Reykjavík. Jón virðist hafa verið seinfær að einhverju leyti og samkvæmt sögunni varð hann aldrei almennilega talandi eða teljandi. Þegar Jón átti að lóga ketti og tókst það ekki varð hann að hlátursefni bæjarbúa.

„Eftir það var hann alltaf kallaður Jón „kis kis“. Og hvort sem það var úti á götu eða í búðum mátti hann heyra hvarvetna kallað á sig „kis kis“ eða mjálmað á hann. Þótt hann hafi nánast þurft að heyra það daglega tók hann það alltaf nærri sér og virtist fara í mjög mikið uppnám,“ segir Marín og bætir við að þetta hafi ekki verið eina áreitið sem Jón virðist hafa þurft að þola. Mörg dæmi í frásögninni sýni hvernig Jón hafi verið espaður upp á ýmsan hátt og hafður að háði og spotti af svokölluðum gárungum í bænum.

„Þessir gárungar koma oft fyrir í frásögnunum og það má segja að það sé nokkurs konar samheiti yfir þá sem spiluðu með einstaklinga sem voru á einhvern hátt öðruvísi en aðrir,“ sagði Marín.

Annað sögudæmi er sagan af Stuttu-Siggu en hún er nokkuð frábrugðin sögu Jóns „kis kis“. Höfundur virðist hafa samúð með þolandanum og skýrir hvernig fortíð Sigríðar Benediktsdóttur, sem var einungis 125 sentímetrar á hæð, mótaði persónu hennar til lengri tíma. Marín segir að saga Stuttu-Siggu innihaldi gífurlegt ofbeldi sem hún varð fyrir, aðallega af hendi föður síns:

„Það ofbeldi virðist hafa átt þátt í skerðingu hennar og þeim eiginleikum sem gerðu hana óvenjulega á lífsleiðinni. Því er til dæmis lýst hvernig faðir hennar refsaði henni með því að henda henni út í snjóskafl í fáum klæðum á meðan það var stórhríð úti. Hana kól á höndum og hafði hún kreppta fingur upp frá því,“ sagði Marín.

„Það sem er kannski öðruvísi við þessa frásögn miðað við margar aðrar frásagnir sem ég hef fundið er að maður finnur fyrir því hvað höfundurinn finnur til með Siggu. Það er ekki verið að gera grín að henni en hins vegar er sagan rituð niður og gefin út í bók ásamt öðrum svipuðum sögum því fólki finnst áhugavert að heyra um einhvern einstakling sem var skrítinn í augum annarra, eins og Siggu. Uppeldið og ofbeldið sem hún varð fyrir var það sem gerði hana óvenjulega og sérkennilega.“ Marín segir þessi dæmi, ásamt mörgum fleirum, eiga það sameiginlegt að í þeim kemur fram ofbeldi og einelti í garð einstaklinga sem voru óvenjulegir á einhvern hátt.

Marín vinnur nú að því að rannsaka eineltisleg samskiptamunstur í skemmtisögum til forna og stendur til að gefa út niðurstöður rannsóknarinnar í bók í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar á næsta ári. Marín vonar að niðurstöðurnar geti aukið skilning á birtingarmyndum eineltis til forna, sem og í nútímanum.

Á mörkum mennskunnar

Á byrjunarstigi rannsóknarinnar kynnti Marín sér bókina

Á mörkum mennskunnar: Viðhorf til förufólks í söfnum og samfélagi

, eftir Jón Jónsson þjóðfræðing, sem út kom síðasta haust. Bókin reyndist nytsamleg heimild en í henni er fjallað um flakkara og förufólk í íslensku samfélagi, sem margt var talið einkennilegt. Marín studdist við heimildaskrá bókarinnar sem reyndist mjög hjálpleg að hennar sögn.

Grein um niðurstöður úr rannsókn Marínar mun birtast í bókaflokknum Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, sem gefin verður út á næsta ári, en Á mörkum mennskunnar tilheyrir einnig þeirri bókaröð.

Greinin birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn, 18. júlí. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

1.000 bombur á 7 mínútum

20:15 Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn. Meira »

12 milljörðum ríkari

19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi fimmtudaginn 22. ágúst þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...