Eineltismenning frá örófi alda

Marín hefur kannað samskiptamunstur í yfir 100 frásögnum, flestum frá ...
Marín hefur kannað samskiptamunstur í yfir 100 frásögnum, flestum frá 19. öld. Árni Sæberg

Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, sagnfræðinema við Háskóla Íslands, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð og það komi fram í sögum af „sérkennilegu“ fólki sem finna má í þjóðlegum fróðleik og sagnaþáttum.

Þessir einstaklingar skáru sig úr í íslensku samfélagi á sínum tíma, m.a. vegna andlegra eða líkamlegra skerðinga og óhefðbundinna lífshátta, og voru oftar en ekki jaðarsettir í sínu nærumhverfi.

Marín hlaut styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar til rannsóknarverkefnis sem fjallar um þessar sögur með tilliti til eineltis og ofbeldis sem birtist í þeim.

„Þegar ég fór að líta á allar þessar frásagnir í heild sinni fannst mér blasa við þarna ákveðinn heimur. Ég fór að taka eftir því hvað háðslýsingar á þessum einstaklingum voru áberandi í sumum sögunum og það sem vakti sérstaka athygli mína var ofbeldið sem beindist gegn jaðarsettu fólki,“ sagði Marín.

Sögur og lýsingar á sérkennilegu fólki, ævintýrum þess og óförum voru forðum sagðar til skemmtunar. Í þeim var oft gert grín að sérkennilegu fólki þar sem hlegið var að því, en ekki með því, að sögn Marínar.

„En þegar þessum létta og skoplega blæ er svipt af sumum sögunum finnst mér standa eftir skýr vitnisburður um hreint og beint einelti eða ofbeldi,“ sagði Marín.

Espuðu fólk upp

Heimildirnar sýna samskiptamunstur sem virðist hafa verið sterkur hluti íslenskrar alþýðumenningar á fyrri tíð. Í því fólst að einstaklingar, oftar en ekki svokallaðir gárungar bæjarins eða sveitarinnar, espuðu gjarnan jaðarsetta einstaklinga upp og ýttu af stað vissri atburðarás. Ofbeldið og eineltið er grunnskemmtanagildi sumra sagnanna að sögn Marínar:

„Ég hef safnað saman yfir hundrað frásögnum og mér finnst áberandi hvað andlegt ofbeldi kemur oft fyrir – það að espa fólk upp og erta.“ Ritin sem Marín hefur skoðað eru frá 19. og 20. öld og sögurnar ná sumar aftur til 18. aldar. Þegar líður á seinni hluta 20. aldar eru færri bækur með skemmtisögum af þessu tagi gefnar út að sögn Marínar.

Hún bendir á að sjónarmiðið sem kemur fram í rannsókninni, að þarna sé um einelti að ræða, sé tiltölulega ný sýn á hlutina.

Sagan af Jóni „kis kis“

Hún nefnir blaðamanni sögudæmi um „sérkennilegan“ einstakling sem var aðalefniviður skemmtisögu: Jón Gizursson, vinnumann hjá Bernhöft bakara, sem uppi var á 19. öld í Reykjavík. Jón virðist hafa verið seinfær að einhverju leyti og samkvæmt sögunni varð hann aldrei almennilega talandi eða teljandi. Þegar Jón átti að lóga ketti og tókst það ekki varð hann að hlátursefni bæjarbúa.

„Eftir það var hann alltaf kallaður Jón „kis kis“. Og hvort sem það var úti á götu eða í búðum mátti hann heyra hvarvetna kallað á sig „kis kis“ eða mjálmað á hann. Þótt hann hafi nánast þurft að heyra það daglega tók hann það alltaf nærri sér og virtist fara í mjög mikið uppnám,“ segir Marín og bætir við að þetta hafi ekki verið eina áreitið sem Jón virðist hafa þurft að þola. Mörg dæmi í frásögninni sýni hvernig Jón hafi verið espaður upp á ýmsan hátt og hafður að háði og spotti af svokölluðum gárungum í bænum.

„Þessir gárungar koma oft fyrir í frásögnunum og það má segja að það sé nokkurs konar samheiti yfir þá sem spiluðu með einstaklinga sem voru á einhvern hátt öðruvísi en aðrir,“ sagði Marín.

Annað sögudæmi er sagan af Stuttu-Siggu en hún er nokkuð frábrugðin sögu Jóns „kis kis“. Höfundur virðist hafa samúð með þolandanum og skýrir hvernig fortíð Sigríðar Benediktsdóttur, sem var einungis 125 sentímetrar á hæð, mótaði persónu hennar til lengri tíma. Marín segir að saga Stuttu-Siggu innihaldi gífurlegt ofbeldi sem hún varð fyrir, aðallega af hendi föður síns:

„Það ofbeldi virðist hafa átt þátt í skerðingu hennar og þeim eiginleikum sem gerðu hana óvenjulega á lífsleiðinni. Því er til dæmis lýst hvernig faðir hennar refsaði henni með því að henda henni út í snjóskafl í fáum klæðum á meðan það var stórhríð úti. Hana kól á höndum og hafði hún kreppta fingur upp frá því,“ sagði Marín.

„Það sem er kannski öðruvísi við þessa frásögn miðað við margar aðrar frásagnir sem ég hef fundið er að maður finnur fyrir því hvað höfundurinn finnur til með Siggu. Það er ekki verið að gera grín að henni en hins vegar er sagan rituð niður og gefin út í bók ásamt öðrum svipuðum sögum því fólki finnst áhugavert að heyra um einhvern einstakling sem var skrítinn í augum annarra, eins og Siggu. Uppeldið og ofbeldið sem hún varð fyrir var það sem gerði hana óvenjulega og sérkennilega.“ Marín segir þessi dæmi, ásamt mörgum fleirum, eiga það sameiginlegt að í þeim kemur fram ofbeldi og einelti í garð einstaklinga sem voru óvenjulegir á einhvern hátt.

Marín vinnur nú að því að rannsaka eineltisleg samskiptamunstur í skemmtisögum til forna og stendur til að gefa út niðurstöður rannsóknarinnar í bók í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar á næsta ári. Marín vonar að niðurstöðurnar geti aukið skilning á birtingarmyndum eineltis til forna, sem og í nútímanum.

Á mörkum mennskunnar

Á byrjunarstigi rannsóknarinnar kynnti Marín sér bókina

Á mörkum mennskunnar: Viðhorf til förufólks í söfnum og samfélagi

, eftir Jón Jónsson þjóðfræðing, sem út kom síðasta haust. Bókin reyndist nytsamleg heimild en í henni er fjallað um flakkara og förufólk í íslensku samfélagi, sem margt var talið einkennilegt. Marín studdist við heimildaskrá bókarinnar sem reyndist mjög hjálpleg að hennar sögn.

Grein um niðurstöður úr rannsókn Marínar mun birtast í bókaflokknum Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, sem gefin verður út á næsta ári, en Á mörkum mennskunnar tilheyrir einnig þeirri bókaröð.

Greinin birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn, 18. júlí. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...