Erfitt að réttlæta fatakaup

Egill og Vigdís
Egill og Vigdís Árni Sæberg

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar 3.800 tonn af textílvörum til landsins árið 2015. Hugtakið „fast fashion“ eða hröð tíska er ríkjandi í vestrænu samfélagi og snýr að því að framleiða sem mest fyrir sem minnstan kostnað til þess að halda í við nýjustu tískustraumana.

Skuggahliðar þessarar þróunar eru kannski helst þær að oft fær vinnuaflið ekki nægilega vel greitt og starfar við slæmar aðstæður. Síðan eru það vissulega áhrif sem slík offramleiðsla hefur á umhverfið, bæði hvað varðar sóun og mengun. Sífellt fleiri eru að verða meðvitaðri um þessa þróun og kjósa frekar að kaupa notaðan fatnað og minnka fatakaup almennt. Vigdís og Egill segja fátt af því sem þau hafi keypt nýlega nýjan fatnað, að sokkum og
nærfötum undanskildum.

„Umræðan er svo hávær, sem gerir það svo erfitt að réttlæta fyrir sjálfum sér að kaupa fjöldaframleiddan fatnað,“ útskýrir Vigdís og bætir Egill við að barnaþrælkun, kolefnisspor og umhverfismengun séu helsta ástæða þess að þau kaupi nánast eingöngu notaðan fatnað. „Ég reyni að pæla ekki of mikið í því hvað margir gangi í fötum sem litlir krakkar saumuðu, kannski bara fyrir viku. Það er bara alltof mikil framleiðsla og miklu meira en þarf,“ útskýrir hann. 

Viðtalið í heild má lesa í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »