Fjórfaldur lottópottur næst

mbl.is

Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir.

Bónusvinningurinn gekk ekki heldur út og verður hann fyrir vikið tvöfaldur næst.

Fjórir voru hins vegar með fjórar Jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100.000 krónur í vinning.

mbl.is