„Í góðum gír þrátt fyrir veðrið“

Botninn var sleginn í hátíðahöldin, sem staðið hafa yfir vikulangt, …
Botninn var sleginn í hátíðahöldin, sem staðið hafa yfir vikulangt, með tónleikum í grenjandi rigningu í gær. Ljósmynd/Julie Rowland

„Hátíðin hefur gengið rosalega vel og fólk verið í góðum gír og góðu yfirlæti þrátt fyrir veðrið,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra listahátíðarinnar LungA sem fram fór á Seyðisfirði í vikunni.

Botninn var sleginn í hátíðahöldin, sem staðið hafa yfir vikulangt, með tónleikum þeirra Bagdad Brothers Yung, Nigo drippin, Goss, Arons Can og Liss í grenjandi rigningu í gærkvöldi. Fjöldi gesta á hátíðinni allri var hátt í 4.000 og nokkuð meiri en fyrri ár, að sögn Bjartar.

„Það hefur allt farið tiltölulega vel fram,“ segir Björt, en blaðakona mbl.is heyrði í henni nú rétt fyrir hádegi. „Við erum bara rétt að skríða fram úr og reyna að byrja að taka til.“

Ljósmynd/Julie Rowland
Ljósmynd/Julie Rowland
Ljósmynd/Julie Rowland
Hatari steig á svið á föstudagskvöldið.
Hatari steig á svið á föstudagskvöldið. Ljósmynd/Julie Rowland
mbl.is