Úr sjónum í ruslið

Þorsteinn með aflann, sem hann segist sækja nokkrum sinnum í ...
Þorsteinn með aflann, sem hann segist sækja nokkrum sinnum í viku. Veiði var góð í þetta sinn, þótt sennilega megi deila um hvort það sé gott eða slæmt. mbl.is/Alexander

Þorsteinn Stefánsson hefur marga fjöruna sopið. Um árabil veiddi hann fisk, sem varla er í frásögur færandi, en er blaðamaður átti leið um gömlu höfnina rak hann augu í annan og áhugaverðari afla Þorsteins, nefnilega rusl.

„En þetta er nú engin saga, og má alls ekki vera langt,“ segir Þorsteinn áður en hann hefur frásögnina, sem verður þó í lengra lagi.

Þorsteinn er ruslakarl gömlu hafnarinnar, sér um að tæma þar tunnur og fanga aflann sem endað hefur í sjónum. Til þess notar hann forláta háf og beitir honum á hafnarsvæðinu nokkrum sinnum í viku. Ekki veitir af; aflinn virðist góður og skundar Þorsteinn rakleitt með hann inn í bílinn sinn, sem sennilega mætti kalla snyrtilegasta ruslabíl sem fyrirfinnst í borginni.

Þótt Þorsteinn sé orðinn áttræður er hann roskinn og ern, en hann hefur séð um hreinsunarstarfið í verktöku hjá Faxaflóahöfnum um nokkurra ára skeið, og heldur sér þannig við.

Hann segir nauðsynlegt að hafa mann í verkinu. Ruslið hendir sér jú ekki sjálft, og fyrir hans tíð hafi það bara dagað uppi í sjónum óáreitt. Aukinni umferð ferðamanna um svæðið fylgir líka meira rusl og Þorsteinn sér nú um að tæma tuttugu ruslatunnur á hafnarbakkanum, auk þess að fiska rusl úr sjó.

Einum túr frá sjóslysi

Hafið hefur alla tíð átt hug hans allan, eins og glöggt má sjá af akkeri sem hann hefur húðflúrað á vinstri úlnlið til að minna sig á upprunann.

Þorsteinn og ruslabíllinn.
Þorsteinn og ruslabíllinn. mbl.is/Alexander

Hann ól manninn í Reykjavík og Biskupstungum en flutti 26 ára til Tálknafjarðar og hefur starfað á nokkrum togurum í gegnum árin meðal annars Narfa, fyrsta frystitogara landsins. Þá var hann á Röðli í Hafnarfirði og skuttogaranum Má. „Á þessum tíma gengu menn í öll störf ef þeir kunnu til sjós,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann hafi starfað sem stýrimaður, vélstjóri, háseti og kokkur. Nokkurn veginn allt annað en skipstjóri. Lengst af var hann þó annar vélstjóri.

Hann á erfitt með að sleppa takinu af sjómennskunni og tók síðast tvo túra á Örfirisey, togara HB Granda, fyrir tveimur árum. Þá hafi hann verið messagutti.

Sjómennskan nú er allt annars eðlis en þegar Þorsteinn hóf störf og sjóslys voru árlegt brauð. Hann rifjar upp að árið 1968 hljóp hann í skarðið fyrir stýrimann á bátnum Sæfara sem gerður var út frá Tálknafirði. Veður var vont og hann hafði ekki komist vestur úr höfuðstaðnum. Þegar veður hafði lægt og áhöfnin var aftur komin til starfa hélt báturinn síðan í næsta túr í miklu hvassviðri og vondu skyggni. Fórst báturinn og allir sex um borð, meðan Þorsteinn var í landi.

Þorsteinn á túrnum fyrir tveimur árum, um 50 sjómílum vestan ...
Þorsteinn á túrnum fyrir tveimur árum, um 50 sjómílum vestan af Vestfjörðum. Ljósmynd/Aðsend

Byggði Seðlabankann

Hafið er samt ekki það eina sem hefur komist að hjá Þorsteini. Hann hefur komið víða við á viðburðaríkum ferli og lærði meðal annars húsasmíði. Við það starfaði hann lengi og vann til að mynda um tveggja ára skeið að byggingu Seðlabanka Íslands á níunda áratugnum. Hér áður fyrr sást það hús greinilega frá hafnarbakkanum, en það er liðin tíð. Nú skyggja nýbyggð hótelin á húsið, sem hann segir haganlega byggt og mikla prýði af.

Þá gerði hann út trillu frá Tálknafirði á sjöunda áratugnum, fyrir tíma kvótakerfisins þegar hægt var að hafa lifibrauð af slíku. „En það hefur verið farið mjög illa með þennan útgerðarflokk.“ Húsasmíði og sjómennska eru krefjandi störf, og þegar Þorsteinn varð sextugur ákvað hann að söðla um og gerast sundlaugarvörður, fyrst í Vesturbæjarlaug en síðar í Sundhöllinni. 

Áður en hann sagði skilið við laugarnar, fyrir um tíu árum, til að setjast í helgan stein að nafninu til, keypti hann trillu á ný. Í þetta sinn var það Úrdína, bátur sem feðgar frá Lambavatni á Rauðasandi létu smíða árið 1978. Trillan er í toppstandi og upprunaleg Volvo-vélin enn til staðar. „Það hentar gömlum karli vel að komast út á sjó og viðra sig endrum og eins,“ segir hann, en trilluna notar hann til að veiða í soðið. Ekki má hann jú selja aflann lengur.

Hér sæist í Seðlabankann ef ekki væri fyrir hálfbyggð ferlíkin ...
Hér sæist í Seðlabankann ef ekki væri fyrir hálfbyggð ferlíkin sem einhvern tímann verða að íbúðum og verslunarrýmum. mbl.is/Alexander
mbl.is

Innlent »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...