Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Hari

Hugsanlega kæmi til greina að ákvörðun um lagningu sæstrengs fyrir rafmagn til Evrópu yrði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Ég útiloka ekkert að þetta geti verið góð leið,“ sagði Katrín um hugmyndina um þjóðaratkvæði sem Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til nýverið. Forsætisráðherra sagði hins vegar mikilvægt að ákveðinn rammi væri í kringum þjóðaratkvæðagreiðslur og væri skýr. Katrín sagðist ekki hafa neina oftrú á slíkum atkvæðagreiðslum til þess að leysa allt.

„Þegar við viljum efla lýðræði í landinu þá er ég ekki endilega þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu alltaf rétta leiðin. Ég vil miklu frekar horfa til aðferða sem snúast um að almenningur geti haft áhrif á ákvarðanir á fyrri stigum. „Ég útiloka ekkert að það kunni að vera leiðin í þessu máli.“

mbl.is

Bloggað um fréttina