Ekið á 16 ára dreng

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekið var á sextán ára gamlan dreng sem var að hjóla yfir gangbraut í Garðabæ á tólfta tímanum í morgun. Drengnum varð ekki meint af en hjól hans skemmdist við áreksturinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, sem bókaði alls 33 mál frá klukkan 11 til 17 í dag.

Aldraður ökumaður metinn óhæfur til aksturs

Þá var tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar í Garðabæ skömmu fyrir hádegi og var ökumaðurinn stöðvaður skömmu síðar. Þegar á lögreglustöðina var komið mat læknir það svo að aldraður ökumaðurinn væri óhæfur til að aka bifreið.

mbl.is