Gjá milli þingflokks og grasrótar

Valhöll.
Valhöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gjá er á milli þingflokks Sjálfstæðisflokksins og annarra sjálfstæðismanna. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokka er Sjálfstæðisflokkinn með 19% fylgi og er umræðan um orkupakka þrjú sögð eiga þar stóran þátt.

Elliði segir í samtali við Morgunblaðið að könnunin sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið „gula spjaldið“. „Mín skoðun er sú að það sé gjá á milli þingflokksins og fjölmargra annarra sjálfstæðismanna í grasrótinni. Verkefnið núna er að brúa þetta bil, en þetta er verkefni sem við sjálfstæðismenn stöndum reglulega frammi fyrir. Ég trúi því og treysti að bæði formaðurinn og utanríkisráðherra haldi vel utan um þetta mál og finni leiðina. Þeir eru hæfastir til þess,“ segir Elliði. Hann segir að af samtölum sínum við þingmenn að dæma trúi hann ekki öðru en að málið verði skoðað betur áður en það fari í gegnum þingið. „Það er gríðarlega mikilvægt að forystan, þingflokkurinn og ráðherrarnir bregðist við þegar þeir skynja að þeir hafi ekki hópinn á bak við sig. Það er eðlilegt að slík staða komi upp, en það er jafn eðlilegt að brugðist sé við,“ segir Elliði.

Geti reynst þingmönnum erfitt

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að efasemdir séu uppi meðal margra stjórnarþingmanna um orkupakkann, í það minnsta í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Hann mælist til þess að knúið verði á um kosningu um málið innan Sjálfstæðisflokks með undirskriftasöfnun fimm þúsund flokksmanna. Styrmir kveðst hafa orðið var við mikla óánægju í grasrót Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og að afstaða þingmanna muni geta reynst þeim skaðleg í prófkjörum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert