Glitlóa sást í varpbúningi

Glitlóan í sumarbúningi sínum í Garði.
Glitlóan í sumarbúningi sínum í Garði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Þessi glitlóa, náfrænka heiðlóunnar en fínbyggðari, kom í heimsókn á Reykjanes á dögunum, nánar tiltekið í Garð, en átti ekki langa viðdvöl.

Þarna er um að ræða afar sjaldgæfan gest og mikinn ferðalang, því hún verpir í nyrstu löndum heims, í Austur-Síberíu og Vestur-Alaska, og hefur vetursetu á suðurhveli jarðar, í Austur-Afríku, sunnanverðri Asíu, á mörgum Kyrrahafseyjum og í Ástralíu.

Einungis þrjár glitlóur höfðu sést á Íslandi fram til þessa, sú fyrsta haustið 2011, en aldrei fyrr en núna í varpbúningi, að sögn Sigurðar Ægissonar, fréttaritara blaðsins á Siglufirði, sem var á ferð um Reykjanes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »