Ölvaður starfsmaður fékk bretti í höfuð

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að starfsmaðurinn hafi verið …
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að starfsmaðurinn hafi verið ölvaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Árbænum á öðrum tímanum í dag. Þar hafði vörubretti fallið á höfuð starfsmanns og blæddi mikið úr höfðinu.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að starfsmaðurinn hafi verið ölvaður. 

Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna höfuðáverkanna.

mbl.is