Rafmagnslaust í Hafnarfirði

Rafmagnslaust verður í nótt á svæðinu sem merkt er á …
Rafmagnslaust verður í nótt á svæðinu sem merkt er á kortinu.

Frá klukkan eitt aðfaranótt fimmtudags verður rafmagnslaust á öllu veitusvæði HS veitna innan Hafnarfjarðarbæjar og hluta Garðabæjar. Verið er að taka háspennustreng HF1 frá Landsneti aftur í rekstur, en til aðgerðanna kemur vegna vegaframkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Uppfært: Tímasetningu rafmagnsleysisins hefur verið frestað frá aðfaranótt þriðjudagsins 23. júlí og til aðfaranótt fimmtudagsins 25. júní.

mbl.is