Skattur án sykurs

Augu fólks opnast nú æ betur fyrir skaðsemi sykurneyslu.
Augu fólks opnast nú æ betur fyrir skaðsemi sykurneyslu.

Verulegra breytinga sér nú stað í gosdrykkjaneyslu landsmanna þar sem sykurinn er á undanhaldi.

Nú er svo komið að 60% af því gosi sem Ölgerðin selur eru ósykraðir drykkir en árið 2012 var hlutfallið 40%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, segir að hér komi til að almennt sé fólk meðvitaðra nú en áður var um hollustu og þar með talið skaðsemi sykurs. Það hagi neyslu samkvæmt því. Hugmyndir stjórnvalda um að leggja skatt á alla drykki, óháð því hvort sykraðir séu eða ekki, gangi því ekki upp. Í raun sé verið að leggja á sérstakan gosdrykkjaskatt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert