Þurrt og bjart á Vestfjörðum

Veðurútlit á hádegi í dag, mánudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, mánudag.

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við dálítilli vætu austanlands og síðdegisskúrum á víð og dreif í öðrum landshlutum. Þurrt veður og bjart verður hins vegar á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi.

Þurrt verður að kalla á morgun og bjart með köflum vestanlands, en áfram má búast við síðdegisskúrum á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag gengur síðan í norðaustanátt, 8-13 m/s, með rigningu, en úrkomulítið verður þó suðvestan til á landinu.

Veðrið á mbl.is

mbl.is