Togarinn „hættulegur staður“

Rússneski togarinn Orlik við bryggju í Njarðvíkurhöfn.
Rússneski togarinn Orlik við bryggju í Njarðvíkurhöfn. mbl.is/Hilmar Bragi Bárðarson

„Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu. Þetta er hvorki svæði fyr­ir krakka né full­orðna. Þetta er bara hættu­leg­ur staður,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri í Reykjaneshöfn, um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt.

Halldór segist ekki vilja til þess hugsa ef illa hefði farið, en litlu mátti muna að rússneski togarinn hefði sokkið. Með skjótum viðbrögðum tókst að koma í veg fyrir það og segir Halldór mikilvægt sé að koma skipinu í burtu sem fyrst.

Áttuðu sig líklega ekki á alvarleika málsins

„Þetta gekk von­um fram­ar. Útlitið var ekki gott en þetta eru góðir menn sem sinntu þessu verki og þeir stóðu sig al­veg með prýði.“

Hall­dór tel­ur krakk­ana hafa verið á aldr­in­um 13 til 15 ára og tel­ur hann ólík­legt að þeir hafi áttað sig á því sem væri að ger­ast og al­var­leika máls­ins. 

„Ég hefði ekki viljað hugsa til þess ef það hefði farið illa. Það hefði verið mjög, mjög hörmu­legt.“

Sig­urður Stef­áns­son hjá Köf­un­arþjón­ustu Sig­urðar kom fyrst­ur auga á lek­ann um klukk­an tíu í gær­kvöldi. Mik­ill sjór reynd­ist í vél­ar­rúmi skips­ins og hóaði Sig­urður sam­an mann­skap, til að dæla úr skip­inu. Hann tók einnig eftir fjórum táningum um borð í togaranum sem höfðu enn ekki áttað sig á því að skipið væri að sökkva. Kom hann þeim frá borði hið snarasta og engan sakaði. 

mbl.is