Tóku í óleyfi efni af svæði við Vífilsfell

Verulegt magn efnis hefur verið tekið úr Bolaöldum við Vífilfell.
Verulegt magn efnis hefur verið tekið úr Bolaöldum við Vífilfell. mbl.is/Árni Sæberg

Athugun forsætisráðuneytisins leiddi í ljós að verulegt magn efnis hefði verið tekið úr malarnámu í Bolaöldum við Vífilsfell á svæði sem fellur utan mats á umhverfisáhrifum.

Náman er á þjóðlendu og ráðuneytið hefur til skoðunar hvernig brugðist verði við. Ákveðið var á síðasta ári að loka námunni í lok þess árs.

Svæðið sem um ræðir áður á forræði sveitarfélagsins Ölfuss, en er nú þjóðlenda sem nefnist Ölfus- og Selvogsafréttur. Samningur sem sveitarfélagið Ölfus gerði við nýtingaraðila námunnar rann út 1. desember 2018. 

„Þetta fyrirtæki hefur brugðist okkur,“ segir Tryggvi Felixson, stjórnarformaður Landverndar, en málið verður á dagskrá stjórnarfundar Landverndar í ágúst að hans sögn. Tryggvi segir að ekki séu mörg fordæmi um mál sem þessi en mikilvægt sé við þetta tilefni að setja fordæmi þegar kemur að viðbrögðum hins opinbera.

Magnús Ólason, forsvarsmaður Fossvéla sem standa að námuvinnslunni, segir að um klaufaskap hafi verið að ræða, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert