Flugvélar Circle Air kyrrsettar eftir slys í Svíþjóð

GippsAero GA8 Airvan-flugvél Circle Air fyrir framan Herðubreið. Flugvélin hefur ...
GippsAero GA8 Airvan-flugvél Circle Air fyrir framan Herðubreið. Flugvélin hefur verið kyrrsett vegna slyssins í Svíþjóð en vélarnar hafa lengi þótt afar traustar. Ljósmynd/Circle Air

Evrópsk flugmálayfirvöld hafa kyrrsett allar flugvélar af sömu tegund og flugvélin sem fórst í Umeå í Svíþjóð fyrir viku með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið. Báðar flugvélar íslenska flugfélagsins Circle Air eru af þessari tegund og hefur félagið því þurft að verða sér út um lánsvélar á meðan kyrrsetningin stendur yfir.

Flugvélarnar sem um ræðir eru af gerðinni GippsAero GA8 Airvan.

Reksturinn gengur vel og kyrrsetningin mun hafa lágmarksáhrif

Circle Air gerir út þyrlur og flugvélar frá Akureyri og Reykjavík og telur framkvæmdarstjóri flugfélagsins að kyrrsetning muni hafa lítil áhrif á reksturinn sem gangi vel.

„Það verður lágmarksröskun [á rekstri Circle Air] en það er háannatími núna og auðvitað kemur þetta ekki vel við reksturinn,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Circle Air, í samtali við mbl.is og bætir við:

„En sem betur fer hvílir reksturinn á mörgum stoðum og við þolum þetta í einhvern tíma en ef þetta verður til langs tíma þá mun það auðvitað rífa í. Það segir sig sjálft.“

GippsAero GA8 Airvan er búin stórri rennihurð sem gerir hana ...
GippsAero GA8 Airvan er búin stórri rennihurð sem gerir hana vinsæla meðal fallhlífarstökkvara. Níu manns voru í vélinni sem hrapaði í Svíþjóð en einungis átta mega vera í vélinni meðan hún er á flugi. Ljósmynd/Circle Air

Slysið í Svíþjóð algjört furðuslys (e. freak accident)

Hann segir ekkert hægt að segja til um hvað kyrrsetningin gæti varað lengi, hvort sem það er ein vika eða sex mánuðir. Hann telur þó enga sérstaka ástæðu benda til þess að kyrrsetningin gæti varað í langan tíma þar sem slysið í Svíþjóð hafi verið furðufyrirbæri eða „freak accident“.

„Það er engin sérstök ástæða til að halda að þetta verði langt. Þessar vélar hafa ekki lent í neinum öðrum slysum nema árið 2008 en það var af allt öðrum ástæðum. „Freak accident“ er nákvæmlega orðið yfir þetta [slysið í Svíþjóð],“ útskýrir hann og bætir því við að GippsAero GA8 Airvan-flugvélarnar hafa í marga áratugi verið notaðar í erfiðum aðstæðum svo sem við björgunarstörf og í hjálparstörfum í Afríku.

Circle Air hefur fengið tvær Cessna-flugvélar til að brúa bilið á meðan GA8 vélarnar eru kyrrsettar, annars vegar Cessna 206 og hins vegar Cessna 207.

GippsAero GA8 Airvan hefur marga góða kosti

Þorkell Jóhannsson, flugmaður hjá Circle Air, segir að Cessna-vélarnar hafi svipaða eiginleika og GA8 og muni því nýtast vel. Spurður hverjir kostir GippsAero GA8 Airvan-flugvélanna séu segir Þorkell að þær séu vel og skemmtilega hannaðar og henti í ýmsum aðstæðum.

„Hún hefur þá kosti að vera sterkbyggð og traust með stóra glugga og þannig upplögð í útsýnisflug. Í henni eru gangar milli sæta og stór rennihurð sem gerir auðvelt að umgangast hana og þess vegna er hún vinsæl fyrir fallhlífarstökk.

Gangur er á milli sæta í GippsAero GA8 Airvan og ...
Gangur er á milli sæta í GippsAero GA8 Airvan og er því auðvelt að athafna sig í henni. Ljósmynd/Circle Air

Framleiðsla stöðvuð meðan rannsókn stendur yfir

En GA8-vélarnar hafa ekki einungis verið kyrrsettar í Evrópu heldur hafa flugmálayfirvöld í Ástralíu kyrrsett 68 slíkar vélar þar í landi. Þetta kom fram á vef The Guardian í gærkvöldi. Sænsk flugmálayfirvöld kyrrsettu allar vélar af þessari gerð í kjölfar slyssins í Umeå og evrópsk flugmálayfirvöld gerðu slíkt hið sama á föstudaginn síðastlinn.

Flugvélarnar eru framleiddar í Ástralíu og eru eins hreyfils flugvélar með leyfi fyrir átta manns. Í flugvélinni sem fórst í Svíþjóð voru aftur á móti níu manns um borð.

Yfirvöld í Ástralíu hafa stöðvað framleiðsluna tímabundið á meðan rannsókn á vélunum fer fram. Kyrrsetning mun vara til 3. ágúst.

Alls eru 228 flugvélar af gerðinni GippsAero GA8 Airvan í notkun í heiminum.

GippsAero GA8 Airvan-flugvélarnar hafa verið notaðar í erfiðum aðstæðum í ...
GippsAero GA8 Airvan-flugvélarnar hafa verið notaðar í erfiðum aðstæðum í marga áratugi bæði í hjálpar- og björgunarstarfi. Bandaríski herinn á fjöldan allan af slíkum vélum. Ljósmynd/Circle Air
mbl.is

Innlent »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »

Innkaupalistar heyra sögunni til

08:18 Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár. Meira »

Engu barni á að líða svona

08:00 „Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir móðir drengs sem beðið hefur eftir greiningu í tvö ár. Meira »

Ekki taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið í Tálknafjörð

07:57 Ekki eru taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið út um gat sem kom á nótapoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði. Gatið var lítið og enginn fiskur veiddist við kvína eftir að skemmdin uppgötvaðist. Meira »

Húsnæði lögreglu ófullnægjandi

07:37 „Húsnæði lögreglunnar í Neskaupstað er algjörlega ófullnægjandi, enda um að ræða íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum og það hentar því alls ekki þessari starfsemi.“ Meira »
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...