Ekki erfið ákvörðun að slökkva á skálanum

Rannveig ásamt starfsmönnum álversins þegar haldið var upp á 50 ...
Rannveig ásamt starfsmönnum álversins þegar haldið var upp á 50 ára afmæli fyrirtækisins 1. júlí síðastliðinn. mbl.is/Eggert

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ljósboginn sem myndaðist í álverinu í Straumsvík hafi komið fram inni í lokuðu keri.

„Það er mikilvægt að menn átti sig á því. Þetta er annað heldur en ef ljósbogi fer frá keri og eitthvert annað,“ segir Rannveig í samtali við mbl.is.

Enginn starfsmaður var nálægt þegar atvikið átti sér stað.

Þegar útlit var fyrir að önnur ker voru að þróast í að verða „svona veik“ eins og umrætt ker og að ljósbogi gæti einnig myndast í þeim var ákveðið að slökkva á kerskála þrjú.

„Við höfum ekki lent í þessu áður. Við sáum að þetta gæti verið í uppsiglingu þannig að við tókum enga áhættu og tókum skálann út. Við tökum ekki áhættu með starfsfólkið. Þess vegna var þetta ekki erfið ákvörðun,“ segir Rannveig og bætir við að það hafi verið allt öðruvísi þegar ljósbogi myndaðist síðast í verksmiðjunni árið 2001 og við allt aðrar aðstæður.

Spurð hvort breyta þurfi vinnureglum út af því sem gerðist segir hún að yfirfara þurfi alla ferla á nýjan leik. Aðstæðurnar hafi verið „gríðarlega óvenjulegar“ og að súrálið sé öðruvísi en það sem hafi verið notað síðustu fimmtíu árin.

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Átján ker til viðbótar úr notkun

Átján ker í kerskálum eitt og tvö hafa einnig verið tekin úr notkun en vanalega eru þrjú ekki í notkun að sögn Rannveigar. Alls eru 160 ker í hverjum kerskála í álverinu. Munurinn á skála þrjú og hinum tveimur er sá að sá fyrrnefndi er á hærri straum og er hann því viðkvæmari en hinir. „Þeir eru miklu rólegri og það er öðruvísi staða þar,“ segir hún og undirstrikar að engin hætta sé þar á ferðinni.

„Ef við sjáum einhvern búnað fara á stað sem okkur líst ekki á þá er hann tekinn úr sambandi. Við sjáum enga hættu í uppsiglingu í hinum skálunum. Við höfum meiri mannskap og búnað til þess að sinna því ef það kemur upp.“

Álstangir hjá Rio Tinto í Straumsvík.
Álstangir hjá Rio Tinto í Straumsvík. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Halda hinum kerskálunum góðum

Núna stendur yfir vinna við að halda kerskálum eitt og tvö góðum. Rannveig bendir á að skip með súrál frá aðila sem álverið er vant að fá súrál frá lagðist að bryggju í gærkvöldi og vonast hún til að skammturinn verði betri en sá sem þau hafa verið að fá það sem af er árinu.

„Við höldum að þetta sé að vænkast. Þetta stafar af því að það er óvanaleg staða á súrálsmörkuðum. Það hefur verið erfitt að fá súrál í heiminum og þess vegna höfum við verið að kaupa súrál frá aðilum sem við höfum ekki verið vön að fá súrál frá. Það hefur leitt til þessa óróleika í kerunum,“ segir hún. „Þetta eru viðkvæm ker og ÍSAL er viðkvæm verksmiðja.“

Áætlun er uppi um súrálsafhendingar út þetta ár og miðast þær við súrál frá aðilum í Brasilíu sem þau hafa verið vön að skipta við og góð reynsla er af. „Þessari súrálskreppu er að linna. Það er allt að horfa til betra vegar með það.“

Úr álverinu í Straumsvík.
Úr álverinu í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Tók tíu vikur síðast

Spurð út í tjónið vegna þeirra stöðu sem núna er uppi segir hún engar upplýsingar liggja fyrir um það. Alltaf séu stórar tölur í stóriðjunni og stærð tjónsins ráðist af því hversu mikið þurfi að vinna við að koma hverju keri í gang og hversu langan tíma það taki. Rannveig segir ljóst að endurnýja þurfi sum kerin, sem sé reyndar gert á nokkurra ára fresti.

Varðandi tímann sem tekur að koma öllu af stað aftur segist hún ekki vita það en bendir hún á að það hafi tekið tíu vikur árið 2006 þegar kerskála þrjú var lokað vegna rafmangsleysis. „Það eru sum álver sem gera þetta af ýmsum ástæðum. Menn eru búnir að þróa alls konar aðferðir við að gangsetja skála,“ segir hún og nefnir að sum slökkva á kerskálum á hverju ári vegna rafmangsskorts.

Hún segir að kallað hafi verið á auka mannskap vegna stöðunnar sem er uppi, auk þess sem fólk í sumarfríum hafi boðið fram aðstoð sína. Segist hún þakklát fyrir það. „Núna einbeitum við okkur að skálum eitt og tvö og reynum að fara okkur að engu óðslega.“

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi. mbl.is/Ófeigur
mbl.is

Innlent »

Íslendingur með 3. vinning í Víkingalottó

18:41 Heppinn Íslendingur hlaut 3. vinning í Víkingalottó í kvöld og fékk rúmlega 1,2 milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann í Bjarnarbúð í Biskupstungum. Meira »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »

Fleiri kynferðisbrot tilkynnt

15:52 Í júlímánuði voru skráð 725 hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þau svipuð að fjölda og í júní. Brotin voru hinsvegar 3% færri en miðað við sex mánaða meðaltal og 5% fleiri miðað við tólf mánaða meðaltal, að því er fram kemur í afbrotatölfræði embættisins. Meira »

„Mín kona bara sátt“

15:33 „Ég held að árangurinn hafi verið góður og mín kona bara sátt, sátt við að fá íbúðina sem hún átti að fá fyrir löngu síðan,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður 87 ára gamallar konu sem hefur samið við FEB um afhendingu íbúðar sinnar í Árskógum í Mjóddinni. Meira »

Ragnar hlýtur Ars Fennica-verðlaunin

15:32 Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlaut í dag hin virtu Ars Fennica-verðlaun við hátíðlega athöfn í safninu Amos Rex í Helsinki. Meira »

Starri nýr formaður Ungra Evrópusinna

15:01 Formannsskipti urðu nýverið hjá Ungum Evrópusinnum þegar Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir steig til hliðar og Starri Reynisson tók við. Meira »

Ásteytingarsteinninn kominn í farveg

14:52 Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Sambands íslenskra komu til saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS segir hægt hafi verið að byrja að ræða málin, nú þegar stóra deilumálið á milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna, jöfnun lífeyrisréttinda, er komið í hendur Félagsdóms. Meira »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðingar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...