Elís Poulsen látinn

Elís Poulsen.
Elís Poulsen. Ljósmynd/Kringvarp.fo

Færeyski útvarpsmaðurinn Elís Poulsen er látinn 67 ára að aldri eftir erfið veikindi. Færeyski fréttavefurinn Portal.fo greinir frá þessu í dag.

Elís var þekktur í Færeyjum fyrir útvarpsþætti eins og Lurtararnir og vit, Tit skriva vit spæla og ekki síst þáttinn Upp á tá.

Hér á landi var hann einkum þekktur sem fréttaritari Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 um tíma. Fréttapistla sína flutti Elís á íslensku en hann stundaði nám hér á landi.

Vísir.is greindi fyrst frá.

mbl.is