Fer fækkandi í Reykjavík

Krakkar spreyja á vegg við leikvöll á Tómasarhaga.
Krakkar spreyja á vegg við leikvöll á Tómasarhaga. mbl.is/​Hari

Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta ársfjórðungi þessara ára. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum í borginni um u.þ.b. 7.600.

Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem íslenskum íbúum fækkaði á þessu árabili, en íslenskum ríkisborgurum fjölgaði lítillega í hverju hinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölgað um 18 þúsund frá 2016

Á landsvísu fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 6.470, úr 306.640 í 313.110 á árunum 2016-2019. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði aftur á móti um 18.010, úr 27.660 í 45.670.

Á heildina litið hefur íbúum í Reykjavík fjölgað mest frá árinu 2016, eða um 6.660, en næstmest fjölgun hefur orðið í Kópavogi, um 2.590.

Hlutfall erlendra ríkisborgara í borginni árið 2016 var 9,4%, en var fyrr á þessu ári 14,9%. Þannig hefur hlutfall íslenskra ríkisborgara farið úr 90,6% í 85,1%. Þetta er fjölgun sem nemur 5,4 prósentustigum, en á landinu öllu fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 4,5 prósentustig. Hlutfall erlendra ríkisborgara á landinu öllu er 12,7%, en var 8,3% árið 2016. Hlutfallslega búa fæstir erlendir ríkisborgarar í Garðabæ, 4,5%, en þar á eftir kemur Seltjarnarnesbær með 7,7%. Í Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ er þessi tala á bilinu 7,8-11%, flestir erlendir ríkisborgarar búa í Hafnarfirði og fæstir í Mosfellsbæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert