Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

Veitt við Langadalsá. Íslenskir fjárfestar keyptu jarðir við ána.
Veitt við Langadalsá. Íslenskir fjárfestar keyptu jarðir við ána. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu.

Samkvæmt heimildum blaðsins dvelja fjárfestarnir nokkrar vikur á svæðinu á ári. Þeir hafi stundað veiðar á Íslandi í áratugi. Veiðin sé þeirra ástríða.

Jafnframt hefur svissneski fjárfestirinn Jakob David Blumer keypt tvær jarðir á Austurlandi. Önnur er við Fáskrúðsfjörð en hin er við Kelduá inn til landsins. Með kaupunum eiga erlendir fjárfestar jarðir við flesta firði á Austfjörðum.

Íslendingar keyptu jarðirnar

Hins vegar keyptu íslenskir fjárfestar fjórar jarðir við Langadalsá og Hvannadalsá á Vestfjörðum, sem verið höfðu í eigu Johns Örnebergs.

Kaupendurnir voru annars vegar félag Guðmundar Inga Jónssonar og Þorláks Traustasonar og hins vegar félag Guðmundar Halldórs Jónssonar, barnabarns stofnanda Byko. Seljandinn, Örneberg, tengist timburiðnaði, að því er fram kemur í  umfjöllun um jarðasölur þessar  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert