Náttúran verði látin um hvalhræin

„Þetta er nú orðið eldra held ég en menn hafa …
„Þetta er nú orðið eldra held ég en menn hafa talið fram að þessu, gæti trúað að þetta sé allt að þriggja vikna gamall atburður.“ Ljósmynd/David Schwarzhans

Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir best að láta náttúruna um að hylja grindhvalahræin sem fundust í Löngufjörum í síðustu viku, en talið er að þau hafi verið þar í allt að þrjár vikur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með starfsmenn Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar í Löngufjörur í dag til að leggja mat á hræin.

„Það er bara langbest að láta dýrin vera þar sem þau eru, eða hræin. Þetta er langt frá alfaraleið og við mátum það svo að þar sem þau eru byrjuð að grafast í sandinn að það sé langbest að láta þau vera þar sem þau eru, að láta náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við fréttastofu RÚV.

Alls töldu sérfræðingarnir 47 hvalshræ í fjörunni og þrjú utar, sem ekki var komist að í dag. Öll dýrin voru mæld og kyngreind og segir Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, þau orðin mjög ljót og rotin.

Þetta er nú orðið eldra held ég en menn hafa talið fram að þessu, gæti trúað að þetta sé allt að þriggja vikna gamall atburður.“

mbl.is