Of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Heilbrigðisráðherra segir að bréf Reynis Guðmundssonar, sem bíður eftir því að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum, hafi vakið athygli stjórnvalda og það gefi tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu. Það sé hins vegar Landspítalans að svara fyrir skipulag starfseminnar. Framkvæmdastjórar hjá Landspítalanum segja of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda, en rúmum var fækkað í sumar vegna sumarfría starfsfólks.

Í opnu bréfi til stjórnmálamanna spyr Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, heilbrigðisráðherra hvernig hún ætli að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Hún sé þannig að sjúklingar komast ekki í nauðsynlegar aðgerðir vegna þess skortur er á sjúkrarúmum auk þess sem ekki eru nógu margir sérhæfðir gjörgæsluhjúkrunarfræðingar í vinnu til að sinna sjúklingum eftir aðgerðir.

Í lok bréfsins óskar Reynir eftir því að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem upp sé komin og spyr hana einnig hvernig eigi að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum.

Landspítalinn ber ábyrgð á skipulagi starfseminnar

Í samtali við mbl.is segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra meðal annars að bréfið gefi tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu.

„Með þessu bréfi hefur athygli stjórnvalda verið vakin á stöðunni og gefur tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu. Svaranna er hins vegar að leita hjá Landspítalanum sjálfum sem annast og ber ábyrgð hjá á skipulagi starfseminnar þar,“ segir heilbrigðisráðherra.

Skortur er á rúmum og hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum við Hringbraut.
Skortur er á rúmum og hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum við Hringbraut. mbl.is/Árni Sæberg

Hvorki náðist í Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans né Önnu Sigrúnu Baldursdóttur aðstoðarmann hans við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Mbl.is náði hins vegar tali af Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala og staðgengli Páls Matthíassonar forstjóra og Vigdísi Hallgrímsdóttur, framkvæmdarstjóra aðgerðasviðs Landspítala en gjörgæsludeildirnar tilheyra því sviði

Rúmum fækkað til að gefa starfsfólki frí

„Það er rétt að það hefur þurft að fresta aðgerðum vegna skorts á gjörgæslurúmum fyrst og fremst og skorts á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum sem vinna á gjörgæslu,“ segir Guðlaug.

Spurðar hvernig standi á því að það sé skortur á rúmum og sérhæfðum hjúkrunarfræðingum þá tekur Vigdís orðið:

„Það stendur fyrst og fremst á því núna í sumar að við þurfum að draga aðeins saman starfsemina og við fækkum rúmum á gjörgæsludeildunum til þess að geta gefið hjúkrunarfræðingum og öðru sérhæfðu starfsfólki frí.“

„Við höfum haft sjö rúm opin á gjörgæslunni á Hringbraut en þau eru sex núna yfir sumarið. Það hefur auðvitað áhrif á flæðið.“

Húsnæðið gæti rýmt 16-20 gjörgæslurúm

Þær bæta við að á gjörgæslunni í Fossvogi séu alla jafna sex gjörgæslurúm opin og því séu þau alls þrettán undir eðlilegum kringumstæðum. Það séu of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda ef miðað er við löndin í kringum okkur.

En af hverju eru þeim þá ekki fjölgað?

„Þetta er milljón dollara spurningin. Við erum að glíma við mjög mikinn skort á hjúkrunarfræðingum fyrir það fyrsta og það er náttúrulega eitthvað sem hefur verið mönnum ljóst í mjög langan tíma. Skortur á hjúkrunarfræðingum er stóralvarlegt mál í heilbrigðisþjónustunni og það er í fyrsta lagi þar sem vandinn liggur,“ segir Guðlaug.

„Húsnæðislega séð höfum við svigrúm til að fjölga þeim eitthvað. Við gætum verið með kannski 16-18 gjörgæslurúm í dag miðað við húsnæði,“ skýtur Vigdís inn í.

Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdarstjóri aðgerðasviðs Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri ...
Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdarstjóri aðgerðasviðs Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans og staðgengill forstjóra. Samsett mynd

Ekki tekið tillit til fjölgunar ferðamanna

Er þetta þá spurning um fjármagn?

„Til að opna fleiri rúm þá þarftu fleiri hjúkrunarfræðinga. Gjörgæsla er þannig að þú þarft í rauninni einn hjúkrunarfræðing á hvern sjúkling allan sólarhringinn, jafnvel tvo á veikustu sjúklingana. Þetta eru það mikið veikir sjúklingar,“ útskýrir Vigdís.

Guðlaug bætir því við að fjármagn sé að sjálfsögðu nauðsynlegt til að fjölga hjúkrunarfræðingum og að deildir Landspítala séu nú þegar reknar á mikilli yfirvinnu.

Í bréfi sínu segir Reynir að samkvæmt hans heimildum sé ekki tekið tillit til fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Þær Guðlaug og Vigdís segja þetta rétt og að fjöldi rúma á gjörgæslunni hefði ekkert aukist síðustu ár í takt við aukinn fjölda ferðamanna.

„Það hefur ekki gerst en það hefði svo sannarlega þurft að gera það,“ bætir Guðlaug við að lokum.mbl.is

Innlent »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »

Fleiri kynferðisbrot tilkynnt

15:52 Í júlímánuði voru skráð 725 hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þau svipuð að fjölda og í júní. Brotin voru hinsvegar 3% færri en miðað við sex mánaða meðaltal og 5% fleiri miðað við tólf mánaða meðaltal, að því er fram kemur í afbrotatölfræði embættisins. Meira »

„Mín kona bara sátt“

15:33 „Ég held að árangurinn hafi verið góður og mín kona bara sátt, sátt við að fá íbúðina sem hún átti að fá fyrir löngu síðan,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður 87 ára gamallar konu sem hefur samið við FEB um afhendingu íbúðar sinnar í Árskógum í Mjóddinni. Meira »

Ragnar hlýtur Ars Fennica-verðlaunin

15:32 Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlaut í dag hin virtu Ars Fennica-verðlaun við hátíðlega athöfn í safninu Amos Rex í Helsinki. Meira »

Starri nýr formaður Ungra Evrópusinna

15:01 Formannsskipti urðu nýverið hjá Ungum Evrópusinnum þegar Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir steig til hliðar og Starri Reynisson tók við. Meira »

Ásteytingarsteinninn kominn í farveg

14:52 Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Sambands íslenskra komu til saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS segir hægt hafi verið að byrja að ræða málin, nú þegar stóra deilumálið á milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna, jöfnun lífeyrisréttinda, er komið í hendur Félagsdóms. Meira »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðingar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...