Var að reykja fisk yfir opnum eldi

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöldi um erlendan karlmann sem var með eld í nágrenni vinnubúða í Mosfellsbæ. Eldinn var maðurinn að nota til að elda og reykja fisk og segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið búinn að koma sér upp hinni „fínustu aðstöðu utan við vinnubúðirnar“.

„Ekki var að sjá neina hættu varðandi athæfið en maðurinn ákvað að slökkva af tillitssemi við nágranna.“ 

Þá barst tilkynning um bát á hvolfi á Elliðavatni um níuleytið í gærkvöldi. Þar reyndust vera á ferð fjögur ungmenni í góðum gír. Engin hætta var á ferðum og voru ungmennin að reyna að koma bátnum í land.

mbl.is