Víða góð spretta en beðið eftir þurrki til að heyja

Bændur við Hrútafjörð nýta góða veðrið og slá þegar færi …
Bændur við Hrútafjörð nýta góða veðrið og slá þegar færi gefst. Spretta er víða næg fyrir annan slátt. mbl.is/Sigurður Bogi

„Háin sem er seinni vöxtur grassins sprettur vel en það var svolítill kyrkingur í grasinu í vor vegna þurrka. Það er heilmikil spretta á seinni slættinum og mér sýnist allt líta mjög vel út þar sem ég fer um,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, og bóndi á Birnustöðum á Skeiðum á Suðurlandi.

Jóna Þórunn segir bændur byrjaða á seinni slætti og það mætti svo sem stytta upp svo hægt verði slá og þurrka hána betur. Jóna Þórunn segir að 18-20 stiga hiti hafi verið á hverjum degi og rekja, þannig að grasið hafi þotið upp.

Hún segir að bændur vonist til þess að sleppa við þriðja slátt. Það fari illa með túnin ef hreinsað sé seint af þeim. Þá fari þau mjög snögg undir veturinn og séu ekki búin að safna sér forða aftur í rótina til að lifa veturinn af. Það sé heldur ekki gott að skilja eftir mjög mikið á túnunum, það komi fram beint í fyrsta slætti á næsta ári, með sinu og þess háttar.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands og bóndi í Svartárkoti í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu, slátt hafa gengið mismunandi eftir landsvæðum. Sumarið hafi verið kaflaskipt. Á Norðausturlandi hafi verið frekar blautt á meðan rigningarleysi hamli sprettu í öðrum landshlutum. Guðrún segir að bændur í Skagafirði séu á fullu í slætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »