Umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi

Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi um hádegi í dag.
Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi um hádegi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi nú um hádegi. Einn var fluttur slasaður af slysstað með sjúkrabíl.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enn og ekki fengust svör við því hvort að Ólafsfjarðarvegi hafi verið lokað. Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi eystra vinnur lögregla nú á vettvangi slyssins ásamt slökkviliði Dalvíkur.

Þá er Öxnadalsheiði lokuð vegna annars umferðaslyss sem varð fyrir hádegi þegar olíubifreið með olíufarm valt út af veginum. 

Uppfært klukkan 13:11:

Samkvæmt slökkviliðinu á Dalvík er aðgerðum nú lokið á slysstað. Hinn slasaði fær nú aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Akureyri en ekki liggur fyrir hvert ástand hans er. Hinn slasaði mun hafa verið ökumaður bílsins. Bíllinn valt af veginum og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. 

Ólafsfjarðarvegi var ekki lokað, en umferð var beint framhjá slysstað á meðan á aðgerðum slökkviliðs og lögreglu stóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert