Vilja þjóðhátíðarferju

Nýr Herjólfur kominn til Eyja.
Nýr Herjólfur kominn til Eyja.

ÍBV vonast til þess að geta tekið nýja ferju í gagnið fyrir Þjóðhátíð, þó ekki nýja Herjólf, að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra ÍBV. Vonin um nýjan Herjólf er þó ekki endanlega úti en nánasta framtíð hans er óljós.

„Við sóttumst eftir því að nýi Herjólfur myndi sigla á milli lands og Eyja fyrir þessa helgi en við höfum ekki fengið endanleg svör með það,“ segir Hörður.

Miklar tafir hafa orðið á því að nýr Herjólfur hefji siglingar en breyta þarf viðlegukanti í höfninni í Vestmannaeyjum áður en hann getur hafið áætlunarsiglingu. „Við vonumst til þess að geta sett nýja ferju í gang á allra næstu dögum en það er ekki alveg komið í ljós,“ segir Hörður í Morgunblaðinu í dag. Hann getur ekki sagt til um hversu stór ferjan er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert