Grískur fjárfestir dregur til baka tilboð sitt í Vigur

Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Vigur í Ísafjarðardjúpi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gískur fjárfestir hefur dregið til baka tilboð sitt í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins en Bæjarins besta fjallaði fyrst um málið.

Þar var rætt við Davíð Ólafsson fasteignasala, sem sagði að þar með væri ekki víst að Grikkinn væri hættur við kaup á eyjunni. Þrír hefðu áhuga á henni og könnuðu nú möguleika á fjármögnun.

Þá sagði í frétt Bæjarins besta að bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefði á fundi undirstrikað vilja til að ríkið keypti Vigur. Fram kemur á fasteignavef Morgunblaðsins að yfir 10 þúsund gestir heimsæki Vigur árlega. Húsakostur sé vel yfir 700 fermetrar og bjóði upp á mikla möguleika og tækifæri í ferðaþjónustu. Vigur seljist í heild sinni, að frátöldu sumarhúsi á eyjunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert