Tekur mánuð að sigla Brúarfossi til Íslands

Nýju skipin verða stærstu skip íslenska flotans, 26.500 brúttótonn.
Nýju skipin verða stærstu skip íslenska flotans, 26.500 brúttótonn. Ljósmynd/Eimskip

Smíði tveggja nýrra gámaskipa Eimskips stendur yfir í Kína. Skipin hafa fengið nöfnin Brúarfoss og Dettifoss.

Búarfoss verður fyrr afhentur og síðan Dettifoss. Skipstjóri á Brúarfossi verður Bragi Björgvinsson, sem nú er skipstjóri á Goðafossi. Bragi og áhöfn hans munu sigla skipinu heim til Íslands og er áætlað að heimferðin taki einn mánuð.

Í Morgunblaðinu í dag segir að smíðin sé í takt við væntingar og afhending verði á fjórða ársfjórðungi þessa árs. „Það er ljóst að afhending skipanna hefur eitthvað tafist frá upphaflegum plönum og eru margar ástæður fyrir því eins og gengur og gerist í skipasmíði,“ segir í svari Eimskips.

Eimskip undirritaði samning um smíðina við kínversku skipasmíðastöðvarnar í janúar 2017. Samningsverð hvors skips nemur um 32 milljónum dollara, sem er um 4.000 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert