Krefjast endurútreiknings smálána

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert

Neytendasamtökin fagna því að smálánafyrirtækin undir Kredia Group viðurkenni að vextir smálána hafi í áraraðir verið ólöglega háir og hafi ákveðið að lækka þá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Fram kom í morgun að for­stjóri Kredia Group heit­ir því að smá­lán með ok­ur­vöxt­um heyri sög­unni til hér á landi.

Neytendasamtökin segja að stjórnvöld verði að tryggja að nú þegar fari fram endurútreikningur á öllum lánum af hálfu hlutlauss aðila eins og umboðsmanns skuldara.

Stjórnvöld tryggi einnig að Almenn innheimta ehf. láti umboðsmanni skuldara í té öll nauðsynleg gögn, en mjög hefur skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu ehf. til lántakenda.

Þar til það gerist krefjast Neytendasamtökin þess að Almenn innheimta ehf. stöðvi alla innheimtu. 

Fjölmargir hafa þegar gert upp ólögleg smálán og eiga því inni kröfu á bæði Kredia Group og Almennri innheimtu ehf. Bæði þessi fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að endurgreiða oftekna vexti og biðja viðskiptavini sína afsökunar á að hafa stundað ólöglega lána- og innheimtustarfsemi um árabil,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina