Margvísleg mistök gerð á gatnamótum

Á álagstímum myndast langar raðir bíla í allar áttir.
Á álagstímum myndast langar raðir bíla í allar áttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Því miður hafa spár mínar um umferðarmálin í Kvosinni ræst. Ástandið er jafnvel verra en ég óttaðist,“ segir Ólafur Kristinn Guðmundsson umferðarsérfræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Umræða hefur skapast undanfarið um miklar umferðarteppur sem myndast hafa á álagstímum á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu/Kalkofnsvegar.

Ólafur segir að borgaryfirvöld hafi gert margvísleg mistök varðandi útfærslu gatnamótanna. Best hefði verið að leggja Sæbraut og Geirsgötu í stokk neðanjarðar en því var hafnað. Þá hafi lóð í Austurhöfn verið stækkuð með þeim afleiðingum að setja varð upp svokölluð T-gatnamót, sem ráði ekki við umferðina. Að auki séu umferðarljósin á gatnamótunum rangt sett upp, sem tefji umferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »