Segir ekki þörf á innflutningi

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er engin þörf á að flytja inn erlent lambakjöt. Samkvæmt mínum heimildum eru margir sláturleyfishafar enn að afgreiða lambahryggi til verslana. Svo hefst sauðfjárslátrun um miðjan ágúst,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og ráðherra.

Eins og fram hefur komið lagði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til að gefinn verði út tímabundinn innflutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við skorti á innlendum lambahryggjum og hryggjarsneiðum. Lagt var til að flytja mætti inn þessar vörur með magntolli frá 29. júlí til 30. ágúst.

Aðspurð kvaðst Lilja síður eiga von á því að af þessum innflutningi verði. „Við eigum eftir að ræða þessi mál frekar innan ríkisstjórnarinnar, en aðalatriðið er að það er ekki þörf fyrir þennan innflutning,“ sagði Lilja. Hún sagði að Framsóknarflokkurinn vildi halda uppi sérstöðu íslenska lambakjötsins. „Við erum með mjög metnaðarfulla framleiðslu og einstaka afurð,“ segir Lilja í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert