Forgangsröðun við gatnamótin skýr

Ekið út úr Geirsgötu.
Ekið út úr Geirsgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Breytingar á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu/Kalkofnsvegar eru ekki áætlaðar að sögn Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar.

Ólafur Kristinn Guðmundsson, umferðarsérfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi gatnamótin í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þar sagði Ólafur meðal annars að það hefðu verið mistök að leggja Geirsgötu ekki í stokk.

„Geirsgata var ekki lögð í stokk og þá vinnum við með Geirsgötu á yfirborði,“ segir Þorsteinn sem kveðst ekki geta sagt til um hvort vænlegra hefði verið að setja götuna í stokk á sínum tíma.

Ólafur gagnrýndi sömuleiðis ljósastýringu á gatnamótunum sem er þannig að öll gönguljós eru græn samtímis. Þorsteinn segir að á þessum gatnamótum, sem og öðrum gatnamótum miðsvæðis, séu gangandi og hjólandi vegfarendur settir í forgang.

„Það er gríðarlega margt fólk sem fer þarna yfir gangandi og hjólandi og þegar við erum að stilla og hanna umferðarljósin þá er það okkur mikið forgangsmál að tryggja öryggi þeirra. Á þessum gatnamótum eru líka forgangsstýringar fyrir strætisvagna,“ segir Þorsteinn meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »