Lausir hundar tættu í sig álftarunga

Álft með ungum sínum.
Álft með ungum sínum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þá voru þeir ekki ósvipaðir sléttuúlfum, það var svo skrýtin ró yfir þeim,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem varð vitni að því sem hann kallar „skipulagða aftöku“ tveggja hunda á ófleygum álftarunga.

„Foreldrarnir urðu eftir grenjandi og kvakandi tímunum saman, unginn þeirra dauður, einkasonurinn,“ segir Finnur um eftirmál árásarinnar.

„Þegar hundar fá að koma saman tveir til þrír og leika lausum hala kemur upp eitthvert hjarðeðli í þeim,“ segir Guðbjörg Þorvarðardóttir dýralæknir. Rólegustu hundar geti umturnast sé þeim leyft að fara saman á flakk og því sé varhugavert að þeir séu látnir leika lausum hala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert