Forsætisnefnd fundar um Klaustursmál

Af fundi forsætisnefndar í morgun. Bráðabirgðafor­sæt­is­nefnd­in er skipuð þeim Stein­unni …
Af fundi forsætisnefndar í morgun. Bráðabirgðafor­sæt­is­nefnd­in er skipuð þeim Stein­unni Þóru Árna­dótt­ur þing­manni Vinstri grænna og Har­aldi Bene­dikts­syni þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þórhallur Vilhjálmsson starfsmaður alþingis er með þeim á myndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Fundur hófst í forsætisnefnd klukkan tíu vegna Klaustursmálsins svo nefnda. Bráðabirgðafor­sæt­is­nefnd­in er skipuð þeim Stein­unni Þóru Árna­dótt­ur þing­manni Vinstri grænna og Har­aldi Bene­dikts­syni þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Greint hefur verið frá því að nefnd­in hafi kom­ist að niður­stöðu um af­stöðu sína í mál­inu, sem bygg­i á niður­stöðu siðanefnd­ar og at­huga­semd­um frá hlutaðeig­andi, en að fundurinn í dag sé ætlaður til að gagna frá málinu formlega.

Morgunblaðið greindi í dag frá áliti siðanefnd­ar, sem blaðið hef­ur und­ir hönd­um. Er niðurstaða siðanefndar að Bergþór Ólason og Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­menn Miðflokks­ins, hafi gerst brot­leg­ir við siðaregl­ur alþing­is­manna með um­mæl­um sem þeir létu falla á Klaustri bar 20. nóv­em­ber. Aðrir þing­menn sem tóku þátt í sam­tal­inu, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir úr Miðflokki og Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ísleifs­son, sem voru í Flokki fólks­ins þegar sam­talið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Miðflokk­inn, brutu ekki gegn siðaregl­um alþing­is­manna.

mbl.is