Fyrsta æfingin byrjuð

Mikill mannfjöldi fylgist með fyrstu þrautinni í Madison í Wisconsin-ríki …
Mikill mannfjöldi fylgist með fyrstu þrautinni í Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Ingi Torfi Sverrisson

Fyrsta æfingin á heimsleikunum í Crossfit mun felast í hlaupum, kaðlaklifri og snörun. Fjórar umferðir af 1) 400 metra hlaupi 2) þremur ferðum upp og niður kaðal án fóta 3) 7 snaranir, 84 kg f. karla og 57 kg f. konur.

148 hefja leik í flokki karla og 134 í flokki kvenna. Eftir þennan viðburð standa 75 eftir í hvorum flokk. Karlarnir eru byrjaðir.

Æfingin er dæmigerð crossfit-æfing og lítið er í henni sem kemur á óvart, nema þá kannski helst hvað hún er dæmigerð æfing, en síðustu ár hefur fyrsta æfingin verið löng sérhæfð æfing eins og sund, hlaup og hjól.

Ingi Torfi Sverrisson, sem fylgist með keppninni í Madison í Wisconsin, segir við mbl.is að um sé að ræða æfingu sem eigi eftir að henta reyndum keppendum vel.

Sex Íslendingar taka þátt í aðalkeppninni, fimm konur og einn karl. Hægt er að fylgjast með þeim í beinu útsendingunni hér að neðan.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert