Íssala heimil á ný í Efstadal II

Rekstraraðilar ferðaþjónustunnar í Efstadal II hafa fengið heimild til þess …
Rekstraraðilar ferðaþjónustunnar í Efstadal II hafa fengið heimild til þess að opna ísbúðina á staðnum á nýju, eftir úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. mbl.is/Hari

Rekstraraðilar ferðaþjónustunnar í Efstadal II hafa fengið heimild til þess að opna ísbúðina á staðnum á nýju. Framleiðsla á ís á staðnum hefur verið heimiluð og var það sannreynt með greiningu sýna að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Stofnunin fór þangað í gær til þess að sannreyna úrbætur sem farið var fram á og er þeim lokið.

Farið var í eftirfarandi úrbætur:

  1. Alþrif og sótthreinsun á veitingasvæði, hurðum, göngum og salerni. Kælar tæmdir og þrifnir.
  2. Mat í opnum umbúðum var fleygt.
  3. Gangar, loft, handrið og wc málað.
  4. Stétt þrifin með 80 °C heitum vatni og Virkioni dreift.
  5. Að auki var búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra, líka hundsins. Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur.

Fram kom í tilkynningu frá sóttvarnarlækni í gær að engin ný tilfelli af E. coli hefðu greinst síðustu 12 daga og enginn hefði greinst eftir að hafa verið í Efstadal II eftir 18. júlí, þegar viðamiklar aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva útbreiðsluna hófsut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert