Ákvörðunin ógild

Reiturinn sem Reykjavíkurborg hugðist byggja á er vinstra megin á …
Reiturinn sem Reykjavíkurborg hugðist byggja á er vinstra megin á myndinni. Íbúar í nágrenninu hafa verið afar ósáttir við áformin.

„Manni finnst bara komið alveg nóg. Seljast þessar nýju íbúðir miðsvæðis? Þetta eru mjög dýrar íbúðir og mikið til af þeim,“ segir Sólveig Jónsdóttir, íbúi á Skúlagötu 20.

Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál hefur fellt úr gildi ákvörðun borgarráðs, sem laut að því að byggja sjö hæða hús við hlið Skúlagötu 20.

Helsta ástæða ógildingarinnar er að röksemdafærsla fyrir hæð hússins, sem er undantekning frá gildandi reglum, var ekki nægilega sterk. Borgin mun halda áfram með málið,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert