Bakpokahlaup á heimsleikum

Íslensku keppendurnir eru klárir í bátana.
Íslensku keppendurnir eru klárir í bátana. Ljósmynd/Þröstur Ólason

Hlaupið verður með þungan bakpoka í fyrstu æfingu dagsins á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Madison í Wisconsin-ríki.

Keppendur þurfa að hlaupa sex kílómetra með bakpoka sem þyngist eftir því sem líður á hlaupið. Tíu neðstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki falla úr leik eftir hlaupið, sem hefst síðar í dag.

Allir íslensku keppendurnir komust áfram eftir fyrsta dag mótsins í gær en eingöngu 50 keppendur af 150 komust áfram í hvorum flokki fyrir sig. Annie Mist Þóris­dótt­ir er í öðru sæti eft­ir fyrsta dag­inn og þau Björg­vin Karl Guðmunds­son og Katrín Tanja Davíðsdótt­ir eru bæði í 12. sæti.

Í dag hefst keppni í öðrum aldursflokkum þar sem fjórir Íslendingar taka þátt. Þeir eru Sigurður Hjörtur Þrastarson og Stefán Helgi Einarsson í flokki 35-39 ára, Brynjar Ari Magnússon í flokki unglinga 14-15 ára og loks Hilmar Harðarson í flokknum 60 ára og eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert